Gypsy Juice

0
242

Útlit; svartur, þessi rjóma þykka brúna froða sem virðist vera endalaus! Nefið segir; Ótrúlegur ilmur, sterkur brendur ilmur, með sætum undirtónum, smá ávextir, spíri. Bragð; Einstaklega gott brennt bragð, sætur, spíri, mjög bragð mikill, ekki bjór sem hægt er að drekka hratt, langlíft bragð, brendu tónarnir skilja eftir beiskju sem þarf að láta líða úr inn á milli. Þetta er svona ekta spari bjór, mikill í sér, mjög góður. Góð sýra, mikil fylling, spíra bragð, beyskjan hengur vel og lengi sem einkennist af brenndu tónunum. Varð einn þreyttur á að sötra þennan bjór, bragðið pínu yfirþyrmandi til lengdar litið, en þar vorum við ekki sammála um.

Hann var ekki að heilla annan okkar til lengdar. Vorum við með gest með okkur að smakka þennan, Valur Fannar, féll einkunargjöfin; 50, 50 og 70.